Steikt salat

Náttúran er full af fæðu og krökkum þykir spennandi að geta sjálf aflað sér matar. Hvönnin er bæði holl og góð og hægt að nýta á margvíslegan hátt. Við höfum tínt hvönn seint á vorin, þegar blómsveipurinn er enn lokaður í stórum laufkúlum sem við klippum af stönglinum.  Þetta er tilvalin stund að kenna nemendum um hversvegna við rífum ekki plöntuna upp með rótum. 

Á sama tíma er túnfífillinn gjarnan að blómstra og það er bæði fallegt og hollt að hafa hann með. Við notum einungis gulu hluta blómsins.

Hvönnin er skorin gróft og steikt á vægum hita í feiti. Þegar hún er farin að mýkjast stráum við gulum fíflablómum og grófu salti yfir og allir fá sér að smakka. 

Efni: