Fuglafóður

Heimsmarkmið 15 um líf á landi fjallar um endurheimt vistkerfa og mikilvægi líffjölbreytileika. Ein leið til að vekja athygli nemenda á þessu málefni er að huga að fæðu fugla yfir vetrartímann.  Í þessu verkefni er gott að vinna með samkennd nemenda. Á síðu Fuglaverndar  er hægt að kynna sér ólíkt fæði fuglategunda og góð ráð um fóðrun fugla.

 Á yngra stigi hjá okkur í Engjaskóla eru aðstæður þannig að kennslustofurnar eru á jarðhæð og snúa út að grænu svæði með birki- og grenitrjám. Kennarar hjá okkur eru áhugasamir um náttúrufræði sem nær út fyrir bókina og í einum árgangi eru smáfuglarnir fóðraðir með ýmsum hætti yfir veturinn. Þeir launa okkur það með söng allt árið. 

Uppskrift af fuglafóðri:

Fuglafóður í hnetusmjöri - einfalt

Hnetusmjör, fuglafræ, margar tegundir koma til greina.

Hnetusmjör, pappírsrúlla, band, hnífur, skæri

Rúllað upp úr fræjum

Hengt upp í tré

Ávextir

Þegar afgangur verður af morgunnestinu fá fuglarnir ávextina. Það má setja ávextina á bakka eða stinga þeim á trjágreinar.

Fóður í kókosolíu - þarf að kæla

Fóðurkúlur til að hengja upp í tré. Nemendur hafa gert fóðurkúlur úr feiti og kornum fyrir fuglana og hengt upp í tré fyrir utan glugga skólastofunnar. Þessar fóðurkúlur er tilvalið að útbúa í útikennslu þegar kalt er úti. Það  er gott að setja fóðrið inn í appelsínubörk eða í eggjabakka því þá er hægt að hengja fóðrið upp strax.

Kókosolía, haframjöl, sólblómafræ, graskersfræ og rúsínur.

Það geta verið fleiri eða færri tegundir.

Prímus, pottur, kveikjari, pískur, skeið, band, skæri, ílát, greinabútar.

Hita kókosolíu

Blanda haframjöli, fræjum og rúsínum við olíuna og hræra.

Binda band við litla grein.

Setja blönduna í mót og setja grein með bandi inn í kúluna

Fuglavernd fjallar um fóðrun fugla og leiðir til að vernda þá og fóðra þá.

Erindi Arnar Óskarssonar um garðfugla og fóðurgjafir af Fuglaverndarsíðunni. Erindið er 50 mínútur  með fallegum ljósmyndum og mjög fróðlegt.