Snagi úr kransi barrtrés

Eftir jólin fellur alltaf eitthvað til af grenitrjám, þau er upplagt að nýta í svona snaga. Tréð er sagað niður þannig að um 5-10 cm stubbur af stofninum sé beggja megin við greinakransinn. Öxi (eða eldiviðarkljúfur) er notuð til að kljúfa stofninn í tvennt. Úr einum slíkum grenibút fást því tveir snagar.

Þegar búturinn hefur verið klofinn þarf að tálga börkinn í burtu á greinunum en stofninn getur haldið berkinum. 

Til að greinarnar vísi betur upp þarf að binda greinarnar með snæri í átt að stofninum á meðan búturinn þornar.

Gott er að tálga endana til og jafnvel pússa þá. 

Í þennan snaga er gott að nota furu eða greni, en ekki er hægt að mæla með að nota lerkið því það er stökkt og hentar illa í handverk.