Smjörhnífur

Þegar verið er að höggva eldivið er hægt að láta nemendur tálga smjörhníf úr þeim flísum sem henta. Það er gott að byrja á því að teikna upp hnífinn á flísina og hafa hann aðeins stærri en endanleg útgáfa á að vera. Alltaf er best að tálga úr ferskum við, blautur viður er mýkri að tálga en þurr viður.

Sýna þarf nemendum í hvaða átt þarf að tálga (sjá mynd) til að  skurðurinn fari samsíða viðaræðunum en ekki á móti. Ef farið er á móti viðnum klofnar hann og kemur skarð í smjörhnífinn.

Hér má nálgast leiðbeiningar um tálgun hnífa

Hnífar eftir nemendur í 

7. bekk.