Stafaleikir

Þessir leikir eru upplagðir í fyrstu árgöngum til að styrkja þekkingu á bókstöfum og hljóðum. Hægt er að kaupa vaxdúk t.d. í Rúmfatalagernum, snúa honum á hvolf, búa til reiti og merkja þá með bókstöfum. Nemendur hlaupa síðan um og reyna að finna hluti í náttúrunni sem byrja á ákveðnum staf og leggja hlutinn sinn á dúkinn.

Athuga spjöld hjá Þórunni textílkennara.

Fyrir yngra stig

plastdúkar úr Rúmfó, reitaskipt bakhlið, hver reitur hefur einn bókstaf