Þjónusta/framreiðsla fyrir 9. - 10. bekk.
Þjónusta/framreiðsla fyrir 9. - 10. bekk.
Kynningaráfangi í þjónustu. Framreiðsla á matvælabraut VMA
Markmiðið: Í áfanganum verður kynning á menntun og starfi framreiðslumanna. Nemendur læra að leggja á borð og skreyta borðin fyrir mismunandi tækifæri. Nemendur læra að gera óáfenga kokteila. Nemendur læra að nota kaffivél og gera kaffidrykki.
Námsmat: Tekið er tillit til mætinga, frammistöðu og virkni.
Kennsla fer fram í tveimur hópum á mánudögum og miðvikudögum kl.14:40-16:00 á haustönn í VMA.