Félagsmálafræði – Félagsmiðstöðin - fyrir 9. - 10. bekk
Lýsing: Félagsmálafræði er valgrein þar sem lögð er áhersla á hópefli/leiki og umræður. Nemendur sem velja áfangann taka að sér að skipuleggja starfið í sinni félagsmiðstöð undir stjórn starfsmanna félagsmiðstöðvarinnar (setja upp viðburði, auglýsa þá og stjórna þeim). Nemendur fá fjölbreyttar fræðslur, bæði frá starfsmönnum félagsmiðstöðvanna og frá utanaðkomandi aðilum.
Þeir sem velja að vera í valinu eru nemendur sem hafa áhuga á því sem verið er að gera og hafa áhuga á félagsmiðstöðinni sinni. Einnig þurfa þeir að vera virkir þátttakendur, bæði í kennslutímum og í félagsmiðstöðvarstarfinu.
Námsmat: Gefnir eru bókstafir eftir virkni, þátttöku og mætingu nemenda.
Viðburðir: Góðgerðavaka félagsmiðstöðvanna er haldin í janúar og er aðeins fyrir nemendur í valinu þar sem safnað er peningum til góðgerðamála með gistikvöldi. Viðburðir innan félagsmiðstöðva eru t.d. kaffihúsakvöld, áskorunarkvöld, þemakvöld og spilakvöld. Sameiginlegir viðburðir Félak eru t.d. söngkeppni, Stíll (hönnunarkeppni), íþróttaviðburðir, spurningakeppni ofl.
Valgreinin er kennd bæði haustönn og vorönn