Skíði og bretti í Hlíðarfjalli fyrir 8. - 10. bekk
Skíði og bretti í Hlíðarfjalli fyrir 8. - 10. bekk
Markmið: Farið verður í grunnatriði skíðaíþrótta. s.s. svigskíði, gönguskíði og bretti. Aðallega er um verklegt nám að ræða en ef veður verður óhagstætt verður hluti námsins bóklegur. Framvinda kennslunnar fer eftir samsetningu hópsins. Búnaður fyrir nemendur er á staðnum.
Námsmat: mætingar, frammistaða, framfarir og áhugi.
Kennslan fer fram í Hlíðafjalli á mánudögum í 8 vikna lotu á vorönn.