Skák fyrir 8.-10. bekk

Markmið: Að auka færni nemenda og áhuga á skáklistinni.

Fjallað verður um helstu reglur og aðferðir sem notaðar eru í skák, t.d. byrjanir, miðtöfl, endatöfl, fléttur og að máta. Farið verður yfir valda kafla úr skáksögunni og skákir meistara á borð við Morphy, Lasker, Capablanca, Aljekín, Botvinnik, Fischer, Karpov, Kasparov og Carlsen skoðaðar. Áhersla verður lögð á að skoða hvernig hægt er að nota tölvur til að auka færni sína í skák, bæði með því að tefla á netinu á www.Chess.com og með því að nota öflug skákforrit á borð við Stockfish og Houdini. Námskeiðinu lýkur með skákmóti. Vegleg verðlaun verða í boði.

Kennari: Áskell Örn Kárason. Kennslan fer fram í Íþróttahöllinni á miðvikudögum