Stjörnu- og jarðfræði fyrir 8. - 10. bekk

Til umfjöllunar verða kenningar um tilurð alheimsins, stjörnur, stjörnumerki á himinhvolfinu, vetrarbrautir, sólkerfið okkar, jörðina og tunglið Bókin Sól, tungl og stjörnur verður notuð og einnig margs konar efni af netinu sérstaklega af stjornufraedi.is. Áhersla verður lögð á sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði við verkefnavinnu. Nemendur vinna heimildaverkefni um valið efni og farið verður í stjörnuskoðun ef tækifæri gefst.

Námsmat: Áhugi og frammistaða í kennslustundum, einstaklings- og samvinnuverkefni.

Kennt verður á mánudögum í Síðuskóla á vorönn