Hönnunar- og tæknismiðja (Fab Lab) fyrir 9. og 10. bekk

Áhersla er lögð á stafræna framleiðslu, hönnun og nýsköpun. Nemendur læra á þrívíddarprentara og önnur forrit og tæki sem tengjast stafrænni tækni. Farið verður í heimsóknir og unnin verkefni í samstarfi við FabLab í Verkmenntaskólanum á Akureyri ásamt því að vinna verkefni í Lundarskóla.

Kennt í Lundarskóla á mánudögum.