Afreksíþróttir fyrir 9. - 10. bekk

Lýsing

Markmið námskeiðs er að hjálpa og leiðbeina áhugasömum nemendum að verða öflugri

íþróttamenn. Nemendur velja annað hvort fótbolta eða handbolta í verklega hlutanum.

Námskeiðið skiptist í fræðslu og tækniæfingar.

Í fræðsluhlutanum er mikil áhersla á markmiðasetningu en í byrjun annar er fræðsla um markmiðasetningu og á miðri önn og í lok annar eru einstaklingsviðtöl þar sem farið er yfir hvernig gengur að ná settum markmiðum og hvort þurfi að endurskoða þau. Nemendur fá einnig fræðslu úr íþróttasálfræði og um lífsstíl og næringu afreksmanns. Öflugir einstaklingar sem hafa náð árangri í sinni grein koma í heimsókn og fræða nemendurna um hvað hjálpaði þeim að ná árangri. Nemendur frá fræðslu um hvernig fótboltinn getur hjálpað þeim að mennta sig í Bandaríkjunum.

Hinn helmingurinn af námskeiðinu eru léttar tækni-og séræfingar. Í tækniæfingum þá vinnur hópurinn í tækniatriðum íþróttanna. Séræfingarnar eru meira einstaklingsbundnar þar sem hver nemandi vinnur í atriðum sem hjálpa þeim að verða öflugri í sinni stöðu/grein.

Þetta námskeið myndi nýtast þeim sem stefna á að komast í t.d. yngri landslið, meistaraflokk eða á skólastyrk erlendis.

Nemendur fá kennsluáætlun fyrir veturinn og tímasetningar valgreinarinnar fara því væntanlega eftir æfingatímum hjá félögunum en fyrirlestrar sem eru tímasettir verða á mánudögum í Lundarskóla og eru kl. 15-16.