Spænska II fyrir 8. – 10. bekk

Vor - framhald

Markmið með valgreininni er að nemendur:

· Fái áframhaldandi kynningu á máli og menningu í þeim löndum þar sem spænska er töluð.

· Geti haldið uppi einföldum samræðum alfarið á spænsku.

· Þjálfist í að skilja lengri texta skrifaðan á spænsku.

· Þjálfist í að skrifa lengri texta á spænsku.

· Æfi framburð.

Helstu viðfangsefni:

· Orðaforði sem er byggður upp úr nánasta umhverfi og athöfnum daglegs lífs.

· Ýmsar tómstundir og afþreying ungs fólks eins og t.d. spænsk tónlist, kvikmyndir og leikir.

Leiðir og kennsluaðferðir: Spænsk tónlist og kvikmyndir, leshefti, vinnublöð, námsleikir/spil, annað margmiðlunarefni.

Námsmat: Munnleg verkefni, hóp- og einstaklingsverkefni og próf ásamt öðru.

Kennt verður á miðvikudögum í þeim skóla þaðan sem flestir nemendur koma