Hjólaval fyrir 8. – 10. bekk

Forkröfur: NEMENDUR VERÐA AÐ EIGA EÐA HAFA AÐGANG AÐ HJÓLI.

Lýsing: Hjólavalinu verður skipt í fyrirlestra, verkefni, viðgerðir, hjólaferðir.

Fyrirlestrar: Farið yfir ýmsar tegundir hjólreiða og hjóla t.d götuhjól, enduro og fjallhjól. Farið yfir helstu reglur á götu og í keppnum. Farið yfir útbúnað og markmið bæði fyrir æfingar og keppni. Myndir og myndbönd skoðuð frá keppnum og æfingum. Skoðaðar íslenskar síður þar sem hægt er að skrá sig í keppnir ásamt því að skoða síður sem eru með fróðleik um hjól og hjólreiðar. Farið í hvernig hjólreiðar geta verið hluti að öðrum greinum. Kyning á ZWIFT forritinu og öðrum forritum til að halda utan um hreyfinguna sína. Kynning á Hjólreiðafélagi Akureyrar o.fl.

Verkefni:

· Setja sér raunhæf markmið og draumamarkmið.

· Skila útbúnaðarlista fyrir keppni.

· Kynnig á hjólreiðum.

Viðgerðir/yfirferð: Farið yfir hverju er mikilvægt að huga að til að halda hjólinu sínu við. Stilling á gírum og bremsum. Hvernig maður skiptir um dekk og gerir við sprungið dekk o.fl.

Hjólaferðir: Farið verður í hjólaferðir, bæði á götu og á utanvegar stígum (Hlíðarfjall-Fálkafell-kjarni). Farið verður bæði í styttri og lengri ferðir.

Markmið með valgreininni er að nemendur:

  • Kynnist hjólreiðum frá ýmsum sjónarhornum
  • Kynnist reglum og úbúnaði
  • Læri að huga að hjólinu sínu
  • Geti sett sér markmið varðandi hjólreiðar
  • Kynnist öllum þeim fjölmörgu hjólaleiðum sem eru í boði á Akureyri

Námsmat: Símat með áherslu á virkni, hegðun, frumkvæði og vinnubrögð

Greinin hefur aðsetur í Lundarskóla á miðvikudögum og er kennslutími breytilegur (aðallega haust og vor).