Markmið að nemandi:
-læri á fjölda forrita sem hægt er að nota bæði í daglegu lífi og námi.
-efli hæfileikann til að skapa, uppgötva, hanna og setja fram nýjar hugmyndir.
-nýti tækni á jákvæðan hátt í sínu námi.
-læri fjölbreyttar aðferðir við að koma frá sér efni með notkun tækni.
-nái að tileinka sér góð vinnubrögð við að skapa frambærilegt efni með notkun tækni.
Áhersla er lögð á fjölbreytni og að hver nemandi fái að nýta sína hæfileika sem best.
Notaðir verða mismunandi miðlar og forrit eftir eðli verkefna hverju sinni.
Kennsluaðferðir verða sýnikennsla og jafningjafræðsla þar sem nemendur vinna saman að því að leysa fjölbreytt verkefni.
Fjölbreytt forrit í tölvum, spjaldtölvum og símum.
Námsmat: Sjálfstæði, frumkvæði, virkni, ástundun og frágangur.
Kennt verður í Oddeyrarskóla á mánudögum