Helstu áhersluatriði:
Námskeiðinu er skipt upp í þrjá megin þætti, tækniþekking, vettvangsferðir og eftirvinnsla.
Tækniþekking
Nemendur læra undirstöðuatriðin í ljósmyndun. Farið verður í þrjú grunnatriði, ISO, SS og apperture sem liggja að baki öllum myndavélastilllingum, óháð tæki og ákvaðra birtustig myndarinnar. Þá verður nemendum kynnst það ferli sem ljósmyndun er og þeir temja sér þrjú grunnskref sem þeir nota í eigin ferli. Nemendur læra einnig grunnaðferðir fagurfræði sem þeir geta nýtt sér við að byggja upp myndirnar á myndfletinum.
Vettvangsferðir
Farið verður í vettvagnsferðir þar sem nemendur fá tækifæri til þess að beita þeirri tækni sem þeir hafa lært og taka eigin ljósmyndir. Farið verður á ólíka staði í nærumhverfi þar sem nemendur fá tækifæri til þess að prufa að ljósmynda ólík viðfangsefni í ólíkum umhverfi og birtuskilyrðum.
Eftirvinnsla
Nemendur læra á tvö megin forrit í eftirvinnslu, Lightroom CC og Snapseed. Forritin eru bæði ókeypis og ganga bæði á iOS og Android kerfi. Þar læra nemendur helstu atriði varðandi eftirvinnslu á borð við birtustig, dökka og ljós fleti, andstæður, HSL stig lita og álíka.
Námsmat og uppbygging kennslu:
Kennslan byggist upp á minni verkefnum frá kennara þar sem nemendur æfa tæknina. Í lok annar vinna nemendur frjálst lokaverk þar sem þeir sýna fram á þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér. Nemendur útbúa ferilbók þar sem þeir skrásetja allt ferlið frá kveikju að lokaverki.
Kennt í Giljaskóla, st. 215 á mánudögum og miðvikudögum