Rafiðnir (IGK1812) fyrir 9. og 10. bekk.
Lýsing: Nemendur vinna ýmis smáverkefni sem tengja saman handverk og fræðileg viðfangsefni sem rafiðnaðarmenn fást við. Kynnt eru grunn atriði í rafmagnsfræði og ýmsir íhlutir skoðaðir. Nemendur kynnast einföldum verkfærum og mælitækjum og fá tækifæri til að prufa notkun þeirra.
Gerðar eru tilraunir sem tengjast rafmagns og segulfræði og áhersla lögð á þátttöku nemenda og hugmyndaauðgi þeirra. Unnið er með hefðbundið raflagnaefni og einföld tengiverkefni framkvæmd. Einnig eru smíðuð einföld rafeindatæki.
Greinin er kennd í samstarfi við VMA. Kennt er einu sinni í viku 2x40 mín á vorönn. Nemendur sem standast námskröfur greinarinnar fá hana metna til eininga sem getur nýst síðar í framhaldsskólanámi.
Námsmat: Tekið er tillit til mætinga, frammistöðu og virkni.
Kennsla fer fram í tveimur hópum á mánudögum og miðvikudögum kl. 14:40-16:00 á vorönn í VMA.