Myndlist fyrir 8. - 10. bekk

Viðfangsefni valgreinarinnar eru eftirfarandi:


Teikning

      • kol
      • blýantar
      • teikna eftir fyrirmynd / uppstillingu
      • form
      • ljós og skuggar
      • fjarvídd


Olíumálun

      • hugmyndavinna
      • skissugerð
      • tækniæfingar
      • munur á akrýl og olíulitum
      • litablöndun
      • notkun íblöndunarefna
      • málverk á striga


Mótun

      • hugmyndavinna
      • búa til furðuveru og útfæra í 3d með vírneti og pappamassa


Valgrein fyrir þá sem hafa raunverulega áhuga, eru tilbúnir að leggja á sig vinnu og sýna þrautseigju og þolinmæði við að fullvinna verkefni sín.

Gerð er krafa um frumkvæði, áhuga og vinnusemi nemenda. Ætlast er til að nemendur útfæri sínar eigin hugmyndir í samráði við kennara - með fyrirvara um að framkvæmd þeirra sé raunhæf.

Nemendur safna hugmyndum sínum í skissubók og gera þar grein fyrir hugmyndum sínum og vinnuferli.

Námsmat: Lokið / ólokið með umsögn.

Valgreinin er kennd í Lundarskóla á mánudögum kl. 14:00 á haustönn.