Spaðaíþróttir 8. – 10. bekkur

Í spaðaíþróttum verður áherslan lögð á að spila og læra borðtennis, badminton og tennis. Farið verður í undirstöðuatriði íþróttanna þriggja og helstu tækniatriði kennd. Hvernig er best að halda á spaðanum í viðkomandi íþrótt og farið verður yfir forhönd, bakhönd og uppgjafir. Þar að auki verða helstu reglur kynntar og leikið eftir þeim. Upphitunar- og keppnisleikir verða iðkaðir og haldin verða mót í greinunum þremur.

Lykilatriði verður þó að njóta íþróttanna og skemmta sér í góðri íþrótt.

Námsmat verður til jafns byggt á mætingu og viðhorfi.

Kennt í Naustaskóla á föstudögum á haustönn og vorönn.