Hársnyrtiiðn í VMA fyrir 9. – 10. bekk
Hársnyrtiiðn í VMA fyrir 9. – 10. bekk
Markmiðið er að nemendur fái innsýn í starf hársnyrtifólks. Farið í hárþvott, djúpnæringarnudd og almenna umhirðu á hári. Nemendur læra einnig að nota hárblásara, sléttujárn og önnur hitajárn ásamt því að setja í rúllur. Farið er í almenna umgengni, móttöku viðskiptavina og símsvörun. Einnig fá nemendur innsýn í umhirðu húðar og snyrtingar.
Áfanginn getur aðstoðað nemendur við að sjá hvort þeim finnist fagið áhugavert og hvort það sé eitthvað sem þeir geti hugsað sér að leggja fyrir sig í framtíðinni.
Námsmat: Tekið er tillit til mætinga,frammistöðu og virkni.
Kennsla fer fram í tveimur hópum á mánudögum og þriðjudögum kl.14:40-16:00 á vorönn í VMA.