Ljósmyndun, málun og útsaumur fyrir 8.- 10. bekk

Kveikja: Vera Shimunia

Helstu áhersluatriði:

Námskeiðinu er skipt upp í þrjá megin þætti, ljósmyndun, málun og textílverk.

Ljósmyndun

Nemendur læra undirstöðuatriðin í farsímaljósmyndun. Farið verður í þrjú grunnatriði, ISO, SS og apperture sem liggja að baki öllum myndavélastilllingum, óháð tæki og ákvaðra birtustig myndarinnar. Þá verður nemendum kynnst það ferli sem ljósmyndun er og þeir temja sér þrjú grunnskref sem þeir nota í eigin ferli. Nemendur læra einnig grunnaðferðir fagurfræði sem þeir geta nýtt sér við að byggja upp myndirnar á myndfletinum. Í kjölfarið fara nemendur í vettvagnsferð þar sem þeir beita þeirri tækni sem þeir hafa lært og taka ljósmyndir. Að lokum eru ljósmyndirnar unnar og læra nemendur á tvö forrit varðandi eftirvinnslu, Lightroom CC og Snapseed. Myndin sem nemendur vinna er grunnurinn að áframhaldandi vinnu, bæði í útsaum og málun.

Málun

Nemendur nota myndina sem þeir unni sem grundvöll fyrir frekar vinnu í málun. Myndina útfæra nemendur fyrir akrýlmálun á timbur. Nemendur læra undirstöðuatriðin í flatarmálun en það er málunaraðferð sem byggir á því að greina ljós og skugga til þess að skapa dýpt í verki. Nemendur byrja á því að greina fyrirmyndina í ljósa og dökka fleti og ákvarða hvern flöt áður en næsta skref tekur við en þá flytja nemendur útlínu hvers flatar yfir á timburgrunninn. Þá tekur við litafræði og læra nemendur helstu grunnatriði út frá grunnlitum og litablöndun. Að því loknu greina nemendur litina í fyrirmyndinni og hefja litablöndun. Þeir byrja á því að mála dekkstu feltina og fikra sig smá saman yfir í ljósa fleti. Að lokum er myndin lökkuð og fest á krók.

Textílverk

Nemendur velja sér mynd sem þeir unnu sem grundvöll fyrir textílverk. Notaðar verða fjölbreyttar aðferðir: ústaumur, vélsaumur, bútasaumur, þrykk og fleiri aðferðir ef hentar. Myndin er útæfærð í textíl sem hentar í myndina útfrá litum og áferð. Nemendur greina myndina útfrá flötum, litum og áferð og ákveða útfrá því hvaða textílefni og aðferðir þeir nota. Einnig þurfa nemendur að greina myndina í ljósa og dökka fleti til þess að fá dýpt í myndina.

Námsmat og uppbygging kennslu:

Kennslan byggist upp á leiðbeiningum frá kennara og framlagi nemenda. Í fyrstu vinna nemendur saman með báðum kennurum að ljósmyndun en skiptast síðan niður á sitt hvorn kennarann þegar kemur að sérþekkingu hvers og eins, þ.e. annars vegar málun og hinsvegar textílverk, síðan skipta hóparnir um áherslu. Nemendur útbúa ferilbók þar sem þeir skrásetja allt ferlið frá kveikju að lokaverki.

Kennt í Giljaskóla, stofum 214 og 215 á þriðjudögum