Skólahreysti fyrir 8. - 10. bekk
Skólahreysti fyrir 8. - 10. bekk
Lýsing: Tímarnir eru verklegir og fara fram í íþróttahúsi skólans. Megin áhersla áfangans verður að þjálfa þol, snerpu, og kraft með fjölbreyttum æfingum. Leitast verður eftir að bæta grunnstyrk þar sem unnið er með eigin líkamsþyngd. Nemendur æfa sig í þeim greinum sem keppt er í skólahreysti (hraðabraut, hreystigrip, dýfur, armbeygjur og upphífingar). Kennt verður einu sinni í viku í 80 mínútur fyrir áramót.
Námsmat byggir á ástundun, virkni og framförum.
Valgreinin er kennd á haustönn.