Borðspil fyrir 8. - 10. bekk

Lýsing: Valgreinin er ætluð nemendum sem þykir gaman að spila eða vilja öðlast meiri þekkingu á spilum. Með spilum/spilatímum er áhersla á eftirfarandi þætti:

· Samræður, nemendur þurfa að ræða saman og eiga samskipti.

· Stærðfræði og tengsl hennar við daglegt líf. Í öllum spilum er hægt að finna viðfangsefni sem tengjast stærðfræði og nemendur átta sig ekki alltaf á þeim lærdómi sem þeir öðlast með því að spila fjölbreytileg spil.

· Félagsleg samskipti, í gegnum spil gefst gott tækifæri að þjálfa ýmsa félagslega þætti, s.s. samvinnu, samskiptareglur, að tapa, að sigra og gleðjast með öðrum.

Námsmat: Ástundun og virkni í tímum.

Valgreinin er kennd bæði haustönn og vorönn