Líkamsrækt fyrir 9. og 10. bekk

Fjölbreyttar æfingar undir leiðsögn grunnskólakennara með langa og víðtæka reynslu af líkamsræktarþjálfun.

Markmið námskeiðsins er að kynna líkams- og heilsurækt fyrir nemendum og leyfa þeim að prófa þær fjölbreyttu leiðir og aðferðir sem eru í boði á heilsuræktarstöðvunum. Einnig að þjálfa þol og þrek þátttakanda og undirstrika mikilvægi þess að hreyfing sé hluti að heilsusamlegum lífsstíl.

Boðið verður uppá fjölbreytta tíma í líkamsræktarsal.

Námsmat: Tekið er tillit til mætinga, virkni og áhuga. Umsögn um hvern nemanda.

Kennsla fer fram á þriðjudögum í KA- heimilinu (í sal Training for Warriors) en á miðvikudögum í Bjargi Bugðusíðu