Klúbbaval Félagsmiðstöðvanna fyrir 9. og 10. bekk

Lýsing:

Valgrein í formi stelpu- og strákaklúbba til að auka félagsfærni. Hér er tækifæri fyrir ungmenni sem áhuga hafa á að styrkja sig sjálf til virkari þátttöku. Þessi valgrein verður kennd sameiginlega í grunnskólum á brekkunni og í þorpinu.

Þar sem val í félagsmálafræði er tengt við ástundun í félagsmiðstöðina er þessi valgrein gott tækifæri fyrir þá sem vilja efla félagsleg tengsl og færni.

Markmið:

Að styrkja sjálfsmynd og félagsþroska í gegnum þátttöku og virkni. Að vekja unglingana til umhugsunar um sjálfa sig, umhverfi sitt og efla félagslega færni. Margar kenningar sýna fram á að félagsleg tengslamyndun á unglingsárum hafi gríðarleg áhrif á sjálfsmyndina.

Inntak og leiðir:

Vikulegir tímar í félagsmiðstöðinni, 80 mínútur í senn. Starfsemin byrjar á hópefli en mikil áhersla verður lögð á vinnu í umræðuhópum. Sett verður upp svipuð dagskrá og nú þegar er í stelpu- og strákaklúbbum félagsmiðstöðvanna. Rannsóknir sýna að óformlegt nám í gegnum skipulagt frístundastarf gegnir mikilvægu hlutverki í því að styrkja sjálfsmynd og sjálfsþekkingu þáttakenda.

Námsmat:

Lokið / ólokið

Greinin fer fram á miðvikudögum kl. 14:00 á haust- og vorönn.