Útivist og hreyfing fyrir 8. - 10. bekk

Útivist og hreyfing verða á miðvikudögum á haustönninni. Nemendur fá innsýn inn í heim útivistar og kynnast ýmsum aðferðum hvernig hægt er að nýta náttúru og nærumhverfi til heilsubótar. Kennslan verður bæði bókleg og verkleg. Í verklegu tímunum verður farið í hjólaferð, fjallgöngur og fleira eins og til dæmis tveggja daga göngu þar sem gist er í skála. Í bóklegu tímunum verður farið í hagnýt atriði sem snúa að útivist eins og til dæmis útbúnað, skipulagningu ferða, skyndihjálp og ýmis öryggisatriði. Þar sem verklegu tímarnir verða lengri en hefðbundnar kennslustund, verður gefið frí í staðinn. Nýta þarf haustið vel og því verður dagskráin þétt í upphafi annar en minna verður um að vera þegar líður á hana.

Mikilvægt er að nemendur komi klæddir eftir veðri í alla tíma, í skóbúnaði við hæfi og með útbúnað við hæfi. Einnig þurfa hjól að vera í góðu lagi og hjálmanotkun er skylda. Eins og hér kemur fram er mæting í ferðirnar víðsvegar um svæðið og því er mikilvægt að foreldrar/forráðamenn aðstoði við að koma nemendum á rétta staði og sæki þar sem það á við.

Búið er að dagsetja alla viðburði og reynt verður eins og hægt er að láta dagsetningar standa en þó geti þurft að færa ferðir til, t.d. vegna veðurs.

27. ág. Kvöldfundur í Síðuskóla með nemendum og foreldrum, kynning á áfanganum. Stutt kynning á búnaði o.þ.h. (40 mín.)

28. ág. Ganga á Súlur, mæting við bílastæði hjá gömlu ruslahaugunum kl. 14:00 (5 tímar)

4. sept. Fyrirlestur, búnaður, skipulagning o.fl. (Síðuskóli) – (80 mín.)

11. sept. Hjólaferð, Eyjafjarðarhringur, mæting kl. 14:00 á hjólum og með hjálma við Skautasvellið, (Um 32 km, 2-3 tímar)

18. sept. Gönguferð í Lamba á Glerárdal, tveggja daga ferð. Mæting við bílastæði hjá gömlu ruslahaugunum kl. 14:00. (11 km aðra leið, áætl. 5 tímar hvorn daginn)

25. sept. Frí

2. okt. Heimsókn í Súlur, björgunarsveit. Kynning á starfi sveitarinnar. (80 mín.)

9. okt. Kynning á Ferðafélagi Akureyrar, mæting á skrifstofu félagsins klukkan 14:00 (80 mín.)


Kennt verður á miðvikudögum viðsvegar um svæðið á haustönn