"Upplýsandi texti hefur það að meginmarkmiði að miðla upplýsingum. Upplýsandi textar eru mikilvægir samfélaginu vegna fræðandi innihalds þeirra, varðveislu þekkingar og vegna hagnýts gildis í daglegu lífi. Þeir innihalda m.a. útskýringar, lýsingar, skýrslur, leiðbeiningar, reglur og lög, fréttatilkynningar, frásagnir og svo mætti lengi telja." (Læsisvefurinn, 2020)
Verkefnunum á þessari síðu er ætlað að kenna þér:
Að skilja hvað upplýsandi textar eru og af hverju þeir eru mikilvægir í samfélaginu.
Að skipuleggja skrif á upplýsandi texta í markvissum skrefum.
Að meta gæði heimilda og þjálfa frágang á tilvitnunum, tilvísunum og heimildaskrá.
Við gerð upplýsandi texta er mikilvægt að nota heimildir og vinna rétt með þær.
Davíð A. Stefánsson og Sigrún Valdimarsdóttir. (2014). Neistar, texta og verkefnabók í íslensku. Menntamálastofnun. https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/neistar_rafbok/
Læsisvefurinn. (2020). Upplýsandi textar. Menntamálastofnun. https://laesisvefurinn.is/wp-content/uploads/2020/02/upplysandi_textar_2020.pdf