Greinarmerki eru notuð til að búta texta niður og gera hann læsilegri. Helstu greinarmerkin eru punktur (.), komma (,), spurningamerki (?), upphrópunarmerki (!) og tvípunktur (:).
Almenna reglar er að nota aðeins eitt greinarmerki í einu, til dæmis er ekki settur punktur á eftir raðtölu í lok málsgreinar (t.d. "Þetta gerðist í febrúar, líklega 22.") og það er ekki settur punktur á eftir spurningamerki (t.d. "Er þetta rétt?"). Stundum eru þó notuð nokkur greinarmerki saman til að sýna upphrópun (t.d. "Ertu vitlaus?!").
Punktur sýnir hvar málsgrein endar. Á eftir punkti á alltaf að koma einfalt bil.
Dæmi: Við lok þessarar málsgreinar er settur punktur.
Punktur er settur aftan við tölur sem lesa á sem raðtölur (fyrsti, annar, þriðji o.s.frv.).
Dæmi: 1. grein laganna... (lesið "fyrsta grein laganna).
Punktur er notaður í skammstöfunum, til að afmarka fjölda orða.
Dæmi: t.d. (til dæmis), o.s.frv. (og svo framvegis).
Punktur er notaður í dagsetningum, til að afmarka dag, mánuð og ár.
Dæmi: 1.12.2022 (fyrsti desember 2022).