Virkni: Þegar þú skrifar um efnið sem þú ert að lesa eða hlusta á ertu virkari heldur en ef þú ert bara að lesa eða hlusta. Virknin hjálpar þér að halda einbeitingu og ná betri tengslum við það sem þú ert að læra.
Yfirlit um efnið: Glósurnar þínar taka á sig ákveðið skipulag og þetta skipulag hjálpar þér að fá betra yfirlit um efnið. Þannig heildarsýn hjálpar þér að skilja, muna og nýta þetta efni við aðrar aðstæður.
Upprifjun: Þegar þú glósar lesefni eða kennslustundir manstu betur efnið sem búið er að fara yfir. Upprifjun á efninu seinna verður líka miklu auðveldari.
Madden, C. [E.d.]. Visual Thinking: How to Create Sketchnotes to Capture and Synthesize Content. Skillshare [Myndband]. https://www.skillshare.com/classes/Visual-Thinking-How-to-Create-Sketchnotes-to-Capture-and-Synthesize-Content/1400097522/projects?via=member-home-EnrolledClassesLessonsSection
Madden, C. [E.d.]. Visual Thinking: Drawing Data to Communicate Ideas. Skillshare [Myndband]. https://skl.sh/3ufGdAG
Til hvers að glósa? [E.d.]. Háskólinn í Reykjavík. https://www.ru.is/radgjof/namstaekni/glosutaekni/