Við getum notað bækur, tímarit og blöð sem kveikjur að ljóðum. Með því að klippa og endurraða prentuðum texta eða lita ofan í hann getum við dregið fram nýjar myndir og nýja merkingu.

Í staðinn fyrir að henda gömlum bókum er upplagt að nýta þær til að skapa ný verk og á þessari síðu sýnum við nokkrar hugmyndir að slíkri vinnu.

Hér til hliðar er til dæmis mynd af bókalistaverki. Hvað heldur þú að hafa staðið á blaðsíðunum sem fuglarnir voru klipptir út úr?

Fleiri hugmyndir að bókalistaverkum má finna m.a. á þessum vef.