"Upplýsingalæsi- og miðlalæsi er hæfnin til að leita sér að, skilja, greina, meta og skapa upplýsingar á öruggan og skilvirkan hátt í gegnum mismunandi miðla og upplýsingaveitur."
Skilgreining sótt á Tengslanet um upplýsinga- og miðlalæsi
Mikil gróska hefur verið í þróun námskrár og námsefnis á sviði upplýsinga- og miðlalæsi og á þessari síðu bendum við á efni sem allir kennarar ættu að fylgjast vel með og nota í grunnskólanum.
Hugtakaskýringar, myndbönd, starfsþróun og fræðsla til allra sem vilja fylgjast með þróun mála í stafræna heiminum.
Námsefni og kennsluleiðbeiningar í stafrænni borgaravitund þar sem upplýsinga- og miðlalæsi er mikilvægur þáttur.
Umfjöllun um hugtakið Gervigreindarlæsi, ábendingar á erlenda stefnumótun og námsefni.
Hæfniviðmið tengd upplýsinga- og miðlalæsi eru í kafla 26. upplýsinga- og tæknimennt og víðar.