Allt í heiminum er efniviður í sköpun. Stundum er gott að leika sér með efnivið annarra og endurvinna hann og það gerum við í myndljóðum.

Myndljóð eru ljóð þar sem við nýtum einhverja mynd eða myndir til að draga betur fram það sem ljóðið segir. Við getum notað penna, liti, skæri, lím og jafnvel servíettur og textil efni til að vinna myndljóð.

Við getum líka bara notað orð sem efnivið í myndljóðin okkar en raðað þeim upp í myndir, eins og klukkuljóðið hér til hliðar sem fengið er að láni frá síðunni Go Poems.