Nemendur þurfa tíma og endurtekin verkefni til að þjálfa lestur og ritun. Á unglingastigi er mikilvægt að þjálfa læsi markvisst til að dýpka lesskilning og ritunarfærni. Það er lykilatriði er að beita fjölbreyttum aðferðum og reyna eftir fremsta megni að finna texta og verkefni sem höfða til áhuga nemenda.
Í Stapaskóla höfum við tekið tímabil (6-12 vikur í senn) þar sem undirstöðuatriði lestrar og ritunar er þjálfað með daglegum verkefnum, 20 mínútur í senn. Tvo daga vikunnar leggjum við fyrir lestrarverkefni í hæfnimiðuðum hópum og tvo daga vikunnar leggjum við fyrir stutt ritunarverkefni. Gott er að vinna verkefnin í upphafi skóladags, þá skapar vinnan rólegt andrúmsloft sem hitar alla upp fyrir önnur verkefni dagsins.
Hér má lesa kynningu á verkefninu sem flutt var á árlegu málþingi Stapaskóla í maí 2023.
Áður en tímabil með 20 mínútna læsi hefst er verkefnið kynnt fyrir nemendum. Hér er dæmi um kynningu á lestrarhlutanum.