Fimmliður eru ljóðform sem er líkt japönsku haikunum og tönkunum að því leyti að formið byggir á reglum um línufjölda og fjölda atkvæða í hverri línu. Í fimmliðunum eru samt líka reglur um innihald hverrar línu og því getur verið auðveldara að fylgja forminu, uppskriftin er skýrari.
Til að ljóð sé fimmliða þarf að skrifa fimm ljóðlínur og fylgja þessum reglum:
lína: Heiti ljóðsins í tveimur atkvæðum.
lína: Heitinu lýst í fjórum atkvæðum.
lína: Verki eða einhverri athöfn er lýst í sex atkvæðum.
lína: Lýsing á tilfinningu sem fylgir athöfninni eða efninu sem fjallað er um í ljóðinu, átta atkvæði.
lína: Annað orð yfir heiti ljóðsins í tveimur atkvæðum.