Tanka er japanskt ljóðaform. Ljóðin eru stutt og fjalla oft um fyrirbæri í náttúrunni, falleg augnablik eða sérstaka reynslu. Tanka er líkt haiku ljóði en örlítið lengra.

Hvert ljóð er fimm línur, og í hverri línu er ákveðinn fjöldi atkvæða:

  1. lína hefur 5 atkvæði

  2. lína hefur 7 atkvæði

  3. lína hefur 5 atkvæði

  4. lína hefur 7 atkvæði

  5. lína hefur 7 atkvæði

Í bókinni Töfraskinna er tönkum lýst svona:

"Tönkur eru órímaðar og hafa hvorki fastan takt né stuðla. Japanskar tönkur eru fyrst og fremst náttúruljóð en yrkisefnin geta verið hvað sem er: ást, von, vonbrigði, lífið sjálft" (bls. 32)