Við gerum ráð fyrir að nemendur á unglingastigi séu búnir að læra skrift og notkun á lyklaborði. En við vitum líka að þeim gengur misvel að nýta tæknina. Mikilvægt er að gefa nemendum svigrúm til að þjálfa bæði skrift og fingrasetningu á lyklaborð á sama tíma og við hvetjum hvern nemanda til að nýta þá tækni sem hentar honum best til að koma hugsunum sínum og verkefnavinnu á framfæri þannig að aðrir geti lesið.
Glærupakki sem kennari getur notað til að leiða nemendur í gegnum æfingar í skrift og myndglósugerð.
Verkefni þar sem nemendur þjálfa skrift, fyrirsagnir og einfalda myndglósugerð.