Í Stapaskóla lesum við Íslendingasögur í Stapamixi en það eru samþættir tímar. Í 7. bekk lesa allir nemendur Kjalnesinga sögu. í 8.-10. bekk lesa nemendur aðra sögu að eigin vali. Námsefni er sótt á vef Menntamálastofnunar, á Íslendingasöguvefinn og Skólavefinn. Auk þess eru nýtt margvísleg tæki til að ýta undir lesskilning nemenda og túlkun á textunum: hugarkort, krossglímur, ættartré og samræðuspurningar svo eitthvað sé nefnt.
Lýsingar á skipulagi og verkefnavinnu má skoða á Stapamix vefnum.