"Orðhluti hefur verið skilgreindur sem minnsta merkingarbæra eining máls. Afmarkaður hluti úr orði sem hefur einhverja ákveðna merkingu eða hlutverk. Orðhlutar eru rót, viðskeyti, forskeyti, stofn og
beygingarending."
Þessa skýringu og ítarlegri útskýringar á orðhlutum má lesa í góðri samantekt Önnu Guðrúnar Júlíusdóttur á Tungumálavefnum.
Vel heppnuð umferð í orðmyndunarspilinu hjá nemendum í 10. bekk Stapaskóla.
Orðmyndunarspilið er hópverkefni þar sem nemendur keppast við að skapa orð úr orðhlutum. Kennarinn er tímavörður og dómari, nemendur raða orðhlutum í rétt hlutverk, alls konar stig eru í boði.
Í lok hverrar umferðar er gott að láta nemendur senda myndir af spilaborðinu með orðunum sem þeir náðu að mynda og þá getur kennari farið yfir borðin og gefið stig. Gott er að fara yfir með nemendum og fá þá til þátttöku í matinu.
Spilið er gott að nota eftir að nemendur hafa fengið innlögn eða inngangsverkefni um orðhlutana.
Spjald sem sýnir markmið leiksins og helstu reglur. Kennari þarf að stjórna leiknum, vera tímavörður og dæma um orðmyndun hópanna.
Hver hópur fær eitt spilaborð þar sem orðhlutum er raðað saman í rétta flokka (forskeyti, rót, viðskeyti, beygingarending). Skráningarblaðið er notað milli umferða til að telja stigin.
Í þessu safni er úrval af rótum og algengum forskeytum og við skeytum. Sumir orðhlutar birtast 2-3 af því að þeir geta haft ólík hlutverk.
Kennari prentar út þetta safn og lætur hvern hóp hafa eitt sett.