Í myndbandinu er útskýrt hvernig tungumálið getur tekið á sig ólíkar myndir eftir samhengi. Munurinn á ritmáli og talmáli er útskýrður og sömuleiðis munurinn á óformlegu og formlegu máli.
Hópur íslenskufræðinga hefur unnið rannsókn á tungumáli unglinga á Íslandi. Niðurstöðurnar má lesa á vef verkefnisins og þar eru skemmtileg dæmi um slangur og slettur, styttingar, rafmál og fleira.
Í verkefninu eiga nemendur að skrifa kennara tölvupóst um efni að eigin vali.
Verkefnalýsing er í skjalinu hér til vinstri.