Markmið
Megintilgangur með námi í list- og verkgreinum er að allir nemendur kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum þar sem reynir á verkkunnáttu, sköpunarkraft, margs konar tjáningarleiðir og samhæfingu huga, hjarta og handar. Í list- og verkgreinum fá nemendur tækifæri til að skapa hluti, vinna með tákn, tóna, matarmenningu og líkamann í tíma og rúmi. Þótt ýmislegt tengi list- og verkgreinar saman er einnig margt sem greinir þær að. Það sem sameinar er áhersla á verkkunnáttu, tækni, sköpun, fagurfræði og gildi, efnisþekkingu, líkamsbeitingu, túlkun og tjáningu. Hins vegar er um ólíka miðla og aðferðir að ræða eftir greinum og því ólíkar nálganir og mismiklar áherslur á framantalda þætti.
(Aðalnámskrá grunnskóla)