Markmið
Megintilgangur náms og kennslu í erlendum tungumálum er að nemendur öðlist alhliða hæfni til að nota tungumálið sem lifandi verkfæri í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður.
Enska gegnir lykilhlutverki í alþjóðasamskiptum og viðskiptum. Samstarf og samvinna Íslendinga við aðrar þjóðir kallar á staðgóða enskukunnáttu sem getur skipt sköpum í viðskiptum og þegar þarf að koma íslenskum þekkingariðnaði, sjónarmiðum eða hagsmunum á framfæri á alþjóðamarkaði. Eftir því sem enskan styrkist í sessi sem alþjóðlegt samskiptamál, bæði í atvinnulífi og frístundum, verður gildi góðrar enskukunnáttu augljóst. Upplýsinga- og margmiðlunarheimurinn gerir einnig kröfur um enskukunnáttu. Ör þróun á sviði stafrænnar fjölmiðlunar og upplýsingatækni hefur í för með sér að Íslendingar hafa aðgang að alls kyns efni sem krefst skilnings á ýmsum afbrigðum enskrar tungu.
Enska er lykiltunga á sviði æðri menntunar og vísinda og mikilvægt að hafa gott vald á henni þegar í háskólanám er komið þar sem lesefni í íslenskum háskólum er að stærstum hluta á ensku.
(Aðalnámskrá grunnskóla)
Nemendur klára stig 3 í 10. bekk. Frammistaða nemenda í hverri lotu er metin út frá þeim hæfniviðmiðum sem er unnið er með.
Hæfniviðmið eru metin út frá matskvörðunum: A, B+, B, C+, C og D.