Markmið
Tilgangur náms og kennslu í norrænum tungumálum á Íslandi er að viðhalda og styrkja tengsl við Norðurlandaþjóðirnar og stuðla að því að Íslendingar eigi greiða leið að sameiginlegum markaði menntunar og atvinnu á Norðurlöndunum.
Hæfni og kunnátta í norrænum tungumálum gerir Íslendingum kleift að vera virkir þátttakendur í mikilvægu norrænu samstarfi, námi, starfi og leik. Góð kunnátta í einu norrænu tungumáli er lykill að hvaða svæði sem er á Norðurlöndunum og greiðir fyrir öllum samskiptum.
Kenna þarf nemendum um málið, gildi þess, meginreglur og orðaforða til að nýta við lestur, talað mál og ritun. Þjálfa þarf nemendur í að eiga samtal á tungumálinu, beita góðum framburði, áherslum og hrynjandi til þess að öðlast öryggi í að nýta tungumálið hvenær sem á þarf að halda.
(Aðalnámskrá grunnskóla)
Nemendur klára stig 3 í 10. bekk. Frammistaða nemenda í hverri lotu er metin út frá þeim hæfniviðmiðum sem er unnið er með.
Hæfniviðmið eru metin út frá matskvörðunum: A, B+, B, C+, C og D.
Den nye lærer er léttlestrarbók fyrir unglinga. Hún fjallar um fyrirmyndarbekk sem fær nýjan kennara sem er öðruvísi en allir aðrir kennarar.
Tempo vefur er ætlaður til dönskukennslu og hentar nemendum á unglingastigi.
Grammatik - handbók í málfræði
Lige i lommen - er vefur sem skiptist upp í sex þemu; bevægelse,velfærd, kommunikation, fremtidsdrømme, mystik og Danmark. Áhersla er á hlustun, tal og samvinnu.
Snara.is er orðabók á netinu sem nemendur hafa aðgang að í skólanum. Hægt er að gerast áskrifandi.
Íslex er ókeypis orðabók á netinu.
Dönsk/dönsk orðabók. Auðvelt að sjá beygingar orða.
Taleboblen Hér getur þú m.a. fundið orðatiltæki, hlustað og æft samtöl, leikið með tónlist, farið á Facebook og hitt aðra nemendur sem eru líka að læra dönsku.
Málfræðivefur í dönsku en hér er að finna bæði gagnvirkar æfingar og talglærur með útskýringum á reglum.
Vefur þar sem hægt er að læra hin ýmsu tungumál. Velja fána fyrir tungumálið.
Duolingo vefur - smáforrit til að læra tungumál.
Lingohut.com er vefsíða sem býður m.a. upp á að læra dönsku. Auðvelt að æfa framburð á þessari síðu með 125 æfingum á dönsku.
Dansk her og nu er síða með allskonar efni bæði hlustunar-, lesskilnings- og málfræðiverkefnum
Atlantbib er vefur með stuttar rafrænar bækur. Flestar bækurnar er hægt að lesa/hlusta á, á fleiri en einu tungumáli t.d. dönsku-íslensku-sænsku.
Leikir og æfingar
Hér getur þú prófað hvort þú kannt tölurnar
Danska ríkissjónvarpið