Markmið
Tilgangur náms og kennslu í norrænum tungumálum á Íslandi er að viðhalda og styrkja tengsl við Norðurlandaþjóðirnar og stuðla að því að Íslendingar eigi greiða leið að sameiginlegum markaði menntunar og atvinnu á Norðurlöndunum.
Hæfni og kunnátta í norrænum tungumálum gerir Íslendingum kleift að vera virkir þátttakendur í mikilvægu norrænu samstarfi, námi, starfi og leik. Góð kunnátta í einu norrænu tungumáli er lykill að hvaða svæði sem er á Norðurlöndunum og greiðir fyrir öllum samskiptum.
Kenna þarf nemendum um málið, gildi þess, meginreglur og orðaforða til að nýta við lestur, talað mál og ritun. Þjálfa þarf nemendur í að eiga samtal á tungumálinu, beita góðum framburði, áherslum og hrynjandi til þess að öðlast öryggi í að nýta tungumálið hvenær sem á þarf að halda.
(Aðalnámskrá grunnskóla)
Nemendur klára stig 1 í 8. bekk, byrja á því í 7. bekk. Frammistaða nemenda í hverri lotu, hverju verkefni er metin út frá þeim hæfniviðmiðum sem er unnið er með.
Hæfniviðmið eru metin út frá matskvörðunum: A, B+, B, C+, C og D.
Leg med dansk er vefur á mms.is en þar er hægt að leika sér með orð og heyra hvernig þau eru borin fram.
Start vefur sem hentar byrjendum í dönsku.
Grammatik - handbók í málfræði
Snara.is er orðabók á netinu sem nemendur hafa aðgang að í skólanum. Hægt er að gerast áskrifandi.
Íslex er ókeypis orðabók á netinu.
Hér getur þú m.a. fundið orðatiltæki, hlustað og æft samtöl, leikið með tónlist, farið á Facebook og hitt aðra nemendur sem eru líka að læra dönsku.
Dönsk/dönsk orðabók. Auðvelt að sjá beygingar orða.
Vefur þar sem hægt er að læra hin ýmsu tungumál. Velja fána fyrir tungumálið.
Duolingo vefur - smáforrit til að læra tungumál.
Lingohut.com er vefsíða sem býður m.a. upp á að læra dönsku. Auðvelt að æfa framburð á þessari síðu með 125 æfingum á dönsku.
Atlantbib er vefur með stuttar rafrænar bækur. Flestar bækurnar er hægt að lesa/hlusta á, á fleiri en einu tungumáli.
Alls konar efni á dönsku til útprentunar.
Ýmsir námsleikir
Samstæðuspil um klukkuna
Hjálpaðu Harry að kaupa inn á dönsku
Hér getur þú lært orðin, parað saman, leitað að orðum í stafarugli eða reynt að muna hvar þau voru.
Andrés önd á dönsku, spil og leikir
Danska ríkissjónvarpið