Markmið
Megintilgangur náms og kennslu í stærðfræði er að nemendur öðlist alhliða hæfni og skilning til að nota stærðfræði sem verkfæri í fjölbreyttum og margs konar tilgangi og við ólíkar aðstæður í daglegu lífi, leik og starfi. Nemendur þurfa að fá tækifæri til að þróa með sér hæfni til að setja fram lausnir og leysa viðfangsefni, ígrunda ólíkar aðferðir og líkön sem nýtast við lausn viðfangsefna og leggja mat á niðurstöður.
(Aðalnámskrá grunnskóla)
Til námsmats koma þau verkefni sem unnin eru yfir önnina, leiðsagnarmat, próf og virkni.
Nemendur eru hvattir til að búa til glósubók sem þeir nýta í kennslustundum og til undirbúnings fyrir próf. Glósubók verður ekki leyfð í prófum. Námsmat verður birt á Mentor.
Viðfangsefni hvers námsþáttar;
1. Tölur og talnareikningur
almenn brot
prósentureikningur
mengi
veldi og tugveldi
hlutfallareikningur
Hæfniviðmiðmið:
Útskýrir sambandið á milli almennra brota, tugabrota og prósenta og beitir þeim við rauntengd viðfangsefni.
Útskýrir eiginleika talnamengja náttúrulegra talna, heilla talna, ræðra talna og rauntala.
Notar tugakerfisrithátt og sýnir skilning á sætiskerfi við ritun staðalsforms tölu.
Reiknar með veldum og ferningsrótum í einföldum tilvikum.
Teiknar skýringarmyndir og vinnur með teikningar annarra út frá gefnum forsendum, t.d. um mælikvarða, einslögun og hlutföll, rannsakað og lýst sambandi milli teikningar og hlutar.
2. Líkur og talningafræði
líkindareikningur
Hæfniviðmiðmið:
3. Algebra
stæður og jöfnur
föll og beinar línur
4. Rúmfræði og mælieiningar
mælieiningar
flatarmál og ummál
rúmfræði hrings
yfirborðsflatarmál
rúmmál
Í stærðfræði í 9. bekk eru kenndar fjórar 60 mínútna kennslustundir í hverri viku.
Áætlun má finna á Mentor og Google Classroom - stærðfræði.
Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og jákvæð viðbrögð til stærðfræði eru mikilvægir þættir í stærðfræði. Það er því mikið lagt upp úr framlagi nemenda. Samræður við aðra nemendur og samvinna þeirra á milli er einnig partur af lærdómssamfélagi í stærðfræði og því eru nemendur eru hvattir til þess að hjálpast að við lausn verkefna.
Fyrir áramót:
1. Tölur og talnareikningur
2. Líkur og talningafræði
Eftir áramót:
3. Algebra
4. Rúmfræði og mælieiningar
Námsbækur: Kennarar hafa sett námsbækur á pdf formi inni á Google Classroom.
Almenn stærðfræði II
viðbótarefni frá kennara.
Kennarar hafa sett námsbækur á pdf formi inni á Google Classroom.
Smáforrit: Geogebra, Desmos, Explain Everything.
Önnur gögn: vasareiknir, gráðubogi, reglustika og glósubók.