Markmið
Megintilgangur náms og kennslu í íslensku er að nemendur fái tækifæri til að efla málnotkun, tjáningu og sköpun í töluðu og rituðu máli, nota málið og kynnast mætti þess og fjölbreytileika í daglegu lífi, leik og starfi. Með tungumálinu hugsar fólk, talar, miðlar og lærir, þróar sjálfsmynd sína, tjáir tilfinningar og hugsanir og skilur líðan og hugsun annarra. Við skipulagningu náms og kennslu í íslensku skal unnið með öll hæfniviðmið á skólagöngu nemenda. Hæfni felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni sem aflað hefur verið. Stuðla þarf að því að nemendur öðlist þá hæfni sem til er ætlast. Nemendur þurfa að fá tækifæri til þess að láta reyna á tungumál sitt við lausn viðfangsefna, tjá hugsun sína og skoðanir, kynnast einkennum tungumálsins, töfrum þess og mætti í skólasamfélagi sem er vettvangur umræðu, samskipta, lestrar og ritunar.
(Aðalnámskrá grunnskóla)
Ítarefni frá kennara