Markmið
Megintilgangur náms og kennslu er að nemendur kynnist umhverfi sínu bæði nátturulegu og tilbúnu og þrói grunnfærni í athugunum, samræðum og skapandi vinnu. Í náttúrugreinum læra nemendur að skoða náttúruna í nærumhverfinu, framkvæma einfaldar athuganir, skrá niðurstöður á fjölbreyttan hátt og nota grunn hugtök úr náttúruvísindum. Markmiðið er að efla forvitni, skilning á náttúru og virðingu fyrir umhverfi og auðlindum.
Í samfélagsgreinum er áherslan á nærumhverfi nemenda og fjölskyldu, skóla og samfélag. Nemendur læra um mánuðina, árstíðir, ljós og skugga, mannslíkamann ofl.
(Aðalnámskrá grunnskóla)
Ýmislegt annað ítarefni frá kennurum