Í vetur eru skráðir 55 nemendur í 4. bekk. Við verðum með teymiskennslu sem gengur út á að við erum einn bekkur en þrír stofuhópar. Það er mikil samvinna milli kennara og er hópum skipt reglulega upp eftir verkefnum. Við erum þrjár sem kennum 4. bekk og heitum Erla, Eyja og Kristbjörg. Netfang árgangsins: alf-2016argangur@kopskolar.is
Áherslur vetrarins
Lestur
Skólafærni: Við leggjum áherslu á að vinna með skólafærni og jákvæðan skólabrag. Í skólafærni felst að ganga vel um, að börnin læri að vera sjálfstæð, að viðhalda góðum samskiptum og sýna samnemendum, starfsfólki og umhverfinu virðingu.
· Lesa heima upphátt a.m.k. 5 sinnum í viku, 15 mínútur á dag. Einnig er gott að æfa sig í hljóði aukalega.
· Samhliða heimalestri skal skrifa orð/setningar í stílabók (20 orð á viku eða 5 setningar).
· Foreldrum/forráðamönnum ber að kvitta fyrir hlustun í lestrarhefti þar sem börnin þurfa markvissan stuðning til að ná færni í lestri.
· Gott er að lesa fyrir börnin heima til að auka lesskilning og orðaforða.
· Umsjónarkennara ber að skrá í Mentor sé heimalestri ekki sinnt.
· Frímínútur eru tvisvar á dag.
· Nemendur koma klæddir eftir veðri.
· Merkja allan fatnað vel.
· Gott er að hafa aukaföt í töskunni.
· Skólinn er heilsueflandi grunnskóli og áhersla er lögð á að nemendur komi með hollt og gott nesti, grænmeti og/eða ávöxt og vatn. Hafragrautur er í boði skólans frá kl. 07:50 til 08:10.
· Við erum grænfánaskóli. Fjölnota umbúðir undir nestið; vatnsbrúsa og fjölnota box. Við erum aðeins með tunnu fyrir lífrænan úrgang í stofunni. Aðrar umbúðir fara heim.
· Heitur hádegismatur er framreiddur í skólanum og er nú öllum að kostnaðarlausu. Allir verða samt að skrá sig. Skráning fer fram hér: https://matur.vala.is/umsokn/login
Við erum hnetu- og möndlulaus skóli!!
Námslotur, námsmat og veikindaskráning.
Stundvísi er mikilvæg.
Tilkynna þarf forföll strax að morgni með því að hringja í ritara skólans eða skrá veikindi á Mentor. Tilkynna þarf veikindi daglega.
Skólinn er staður fyrir fullfríska krakka, ef þau eru lasin þá eiga þau að vera heima.
Vikufréttir á Mentor á hverjum föstudegi.
Tölvupóstur (ekki er hægt að reikna með að kennarar lesi tölvupósta á meðan á kennslu stendur, hægt er að koma skilaboðum áleiðis í gegnum ritara).
Afmæli – Þið ákveðið!
Góð regla er að bjóða öllum hópnum, öllum stelpum eða strákum í hópnum einnig er sniðugt að halda afmæli saman. Ekki er í boði að dreifa boðskortum á skólatíma nema öllum sé boðið.
Gott er að tilkynna kennurum um óvænta atburði í lífi nemenda sem geta haft áhrif á þá.
Að tala alltaf vel um skólann og starfsmenn hans í viðurvist barnanna.
Þurfi nemandi leyfi þarf að sækja um það á heimasíðu skólans: https://alfholsskoli.wixsite.com/leyfisbeidni
Viðmiðunarreglur um skólasókn https://alfholsskoli.is/vidbrogd-vid-ofullnaegjandi-skolasokn/
Álfhólsskóli á Facebook https://www.facebook.com/alfholsskoli
Íþróttir og sund
Nemendur eiga að koma með íþróttaföt í íþróttir (t.d stuttbuxur og bol).
Sundið er kennt í lotum í 4 vikur, 3 tímar á viku, haust- og vorönn (fara ekki í íþróttir á meðan).
Nemendur eiga að koma með sundföt, handklæði og sundgleraugu í sundlotu.
· Erla Björk Jónsdóttir (umsjónarkennari)
· Eyja Guðrún Sigurjónsdóttir (umsjónarkennari)
· Kristbjörg Pásdóttir (umsjónarkennari)
· Bryndís Reynisdóttir (íslenska sem annað mál)
· Torfhildur Sigurðardóttir (sérkennari)
· Inga, Etel og Gunnhildur (námsver)
· Íþróttakennarar (Ásgeir, Hanna Bára, Hákon og Sverrir)
· List- og verkgreinar (Hreiðar, Lilja, María, Erla og Andrea)