Markmið
Megintilgangur náms og kennslu í íslensku er að nemendur fái tækifæri til að efla málnotkun, tjáningu og sköpun í töluðu og rituðu máli, nota málið og kynnast mætti þess og fjölbreytileika í daglegu lífi, leik og starfi. Með tungumálinu hugsar fólk, talar, miðlar og lærir, þróar sjálfsmynd sína, tjáir tilfinningar og hugsanir og skilur líðan og hugsun annarra. Traust kunnátta í móðurmáli er ein meginforsenda samskipta, miðlunar og menntunar. Lestur er mikilvægur þáttur í að afla sér þekkingar og tjáning í ræðu og riti er ein af nauðsynlegum forsendum þátttöku í samfélaginu. Þetta á einnig við um nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
(Aðalnámskrá grunnskóla)
Kannanir
Verkefni
símat
Hæfniviðmið eru metin út frá matskvörðunum: A, B+, B, C+, C og D.