Umsjónarkennarar: Anna Kristín Vilbergsdóttir, Hugi Leifsson Bachmann og Hallgrímur Geir Gylfason
Þórhildur Stefánsdóttir og Þórhildur Elín eru einnig hluti af 10. bekkjarteyminu
List- og verkgreinakennarar : Andri Þór Lefever, Árni Jónsson, Berglind Anna Sigurðardóttir, Ingibjörg Ólafía Ólafsdóttir og Þórhildur Stefánsdóttir.
Íþróttir og sund: Sverrir Andrésson, Hanna Bára Kristinsdóttir og Hákon Hermannsson.
Skóli hefst kl. 08:30 á unglingastigi.
Flestir tímar 60 mínútur, nema umsjón 40 mín.
Stuttar frímínútur eftir hvern tíma. Nemendur borða nesti sitt í matsal.
Nemendur á unglingastigi fá að vera inni í frímínútum
Matur er frá kl. 12:00-12:30.
Á unglingastigi fara nemendur á milli stofa því hver kennari/námsgrein er með eigin stofu.
Nemendur geta ekki geymt námsgögn í heimastofu en geta fengið læsta skápa.
Farsímanotkun er ekki leyfð í kennslustundum.
Símar skulu hafðir í tösku meðan á kennslustundum stendur og eiga ekki að sjást uppi við.
Kennari má (skv. Persónuvernd) taka símann af nemenda og geyma í kennslustofunni meðan á tíma stendur. Nemandi fær síðan símann í lok kennslustundar.
Stundvísi er mikilvæg
Tilkynna forföll strax á morgnana
Ef nemendur koma 15 mínútum of seint í kennslustund er skráð fjarvist
Athuga ef veikindi standa yfir fleiri en einn dag ber að að tilkynna það á hverjum degi
Hvetjum alla til að sækja Mentorappið
Tilkynningar berast í gegnum app en ekki heimasíðu
Ritari sendir hálfsmánaðarlega yfirlit úr Mentor
Mikilvægt að nemendur fari ekki inn á lykilorði foreldra
Foreldrar fylgist með ástundun nemenda og hafi innan hálfs mánaðar samband við umsjónarkennara ef skráning er ekki rétt.
Google Classroom
Áætlanir, verkefnalýsingar og verkefni fara inná bekkjarrými nemenda (classroom)
Foreldrar geta skoðað bekkjarýmin í gegnum aðgang barna sinna
Ef þarf að sækja um leyfi fyrir nemanda þá skal notast við eyðublað sem er á vef skólans undir Þjónusta: http://lsk.kopavogur.is/alfholsskoli/wp-content/uploads/sites/5/2017/11/Umsokn_for_um_leyfi_f_barn_.pdf
Foreldrar eru ábyrgir fyrir því að barnið/börnin munu sinna námi sínu með hjálp foreldra samkvæmt stundaskrá á meðan á leyfinu stendur.