Markmið
Megintilgangur náms og kennslu á námssviðinu er að stuðla að því að nemendur átti sig á hvernig best er að beita þekkingu sinni og leikni til að hafa áhrif á umhverfi sitt og bæta það. Nemendur þurfa einnig að átta sig á að þekking verður ekki eingöngu byggð á beinum athugunum heldur líka á upplifun, ímyndunarafli, sköpun og samræðu og að vísindaleg þekking sé aldrei algild, endanleg eða óyggjandi. Traustur skilningur á náttúruvísindum og hlutverki þeirra innan nútímasamfélags telst vera veigamikill þáttur í þroska og menntun barna og unglinga. Hann snýst um að viðhalda og efla forvitni og áhuga þeirra á sjálfum sér, umhverfi sínu og fyrirbærum náttúrunnar.
(Aðalnámskrá grunnskóla)
Megintilgangur námsmats er að fylgjast með því hvernig nemendum tekst að ná hæfniviðmiðum, stuðla að námshvatningu, örva nemendur til framfara og meta hvaða aðstoð þeir þurfa. Matið byggist á lykilhæfni í námi sem byggir á grunnþáttum í menntun og áhersluþáttum grunnskólalaga. Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat sem gefur heildstæða mynd af hæfni nemandans og gefur honum færi á að sýna þekkingu, leikni og hæfni.
Til námsmats koma þau verkefni sem unnin eru yfir önnina, kaflapróf og virkni. Námsmati verður þannig háttað að fyrir hvert verkefni verður merkt við hæfniviðmið sem eiga við hverju sinni. Hæfni nemenda verður svo tekin saman og skilað í formi bókstafa, A, B+, B, C+, C, D eða Ó, eftir því sem við á.
Líffræði
Fjallað verður um ljóstillífun og bruna og vakin athygli á hvernig grænar plöntur skapa skilyrði fyrir allar aðrar lífverur á jörðinni ásamt því að skoða vistfræði þar sem lýst er tengslum milli mismunandi lífvera og milli lífvera og umhverfis þeirra.
Hæfniviðmið:
lýsir hringrás efna og orku, náttúrulegum ferlum og flæði orku í náttúrunni. (PRÓF)
setur fram vísindalega tilgátur og beitir margvíslegum vinnubrögðum til að kanna hana í þekkingarleit og úrvinnslu verkefna. (HÓPVERKEFNI)
Framkvæmir, skráir og safnar upplýsingum út frá athugunum og mælingum úti og inni, samkvæmt fyrirmælum og á eigin vegum. (HÓPVERKEFNI)
Í BÍP-viku verða umhverfismál skoðuð og þá hvernig þau mál hafa þróast frá staðbundnum vandamálum yfir í hnattræn og lögð áhersla á að allir geta lagt sitt af mörkum í þeim efnum.
Hæfniviðmið:
beitir hugtökum og heitum í náttúruvísindum við fjölbreyttar aðstæður.
kynnir niðurstöður rannsókna, tekur þátt í gagnrýnum umræðum og metur gildi þess að vísindalegum upplýsingum sé miðlað á skýran hátt.
Nemendur læra líka um lögmál erfðafræðinnar og erfðatækni, allt frá frumuskiptingu og þá hvernig erfðaupplýsingar berast frá kynslóð til kynslóðar, og loks þróun lífs á jörðinni, s.s. Darwin og þróunarkenningin.
Hæfniviðmið:
_______________
Eðlis- og stjörnufræði
Í eðlisfræði, eftir áramót, skoðum við vísindabyltinguna á 20. öld og uppgötvanir tengdar byggingu frumeinda, kjarneðlisfræði og geislavirkni. Rík áhersla verður lögð á að skoða vel og rifja upp grunnatriði í efnafræði.
Að lokum verður farið í smá stjörnufræði. Við fræðumst um Sólkerfið okkar, alheiminn, upphaf og endir?
Hæfniviðmið:
Í náttúrufræði í 10. bekk eru kenndar tvær 60 mínútna kennslustundir í hverri viku.
Nemendur, í samráði við foreldra, bera sjálfir ábyrgð á því að halda áætlun og er það ekki síður mikilvægt ef til þess kemur að nemandi er í burtu í lengri eða skemmri tíma vegna veikinda eða leyfis. Ef nemandi missir af kaflaprófi af einhverjum sökum mætir hann í sjúkrapróf eins fljótt og auðið er.
Áætlun má finna á Mentor og Google Classroom - náttúrufræði.
Fyrir áramót
Maður og náttúra
Kafli 1
Kafli 4
Eftir áramót
Maður og náttúra
Kafli 4 kláraður
Kafli 5
Eðlisfræði 3
Kafli 1
Maður og náttúra - litróf náttúrunnar
Eðlisfræði 3 - litróf náttúrunnar
- Sunflower forrit
Efni frá kennara, t.d. myndbönd, vefslóðir og verkefni.
Statetclearly (Erfðafræði og þróun)
TED Ed (Allt milli himins og jarðar)